Monday, January 26, 2009

ÓÞELLÓ PARKOUR FER NÆST ÚTÁ LAND


Óþelló eftir Shakespeare í okkar útgáfu. Sýningin er klukkutími og 10 mínútur í flutningi og notast er við þýðingu Helga Hálfdánarsonar sem lést nýverið, blessuð sé minning hans.
Leikmyndin samanstendur af þremur hjólabrettapöllum og leikarar eru 12 talsins.
Við blöndum inní túlkunina jaðarsportinu Parkour, brasilsíka bardagadansinum Capoeira til að hreyfa sýninguna og gefa henni kraft.
Þetta er magnaður Shakespeare sem gerist á Íslandi árið 2056!
Hlökkum til að sjá ykkur.

Sunday, October 26, 2008

Othello TV


Hér er myndbrot sem birtist í Kátu Maskínunni á Rúv um sýninguna okkar.
Óþelló Parkour.

Monday, October 20, 2008

FORSAGAN


Búið er að byggja upp her á Íslandi til að verja olíu- og vatnsauðlindir landsins.
Vestfirðir eru nú sjálfstætt land og sóttust eftir því þegar olía fannst á Grænlandssundi. Olíufundinum héldu þeir leyndum þar til sjálfstæðið gekk í gegn. Vestfjarðar hlutinn hefur verið sprengdur frá landinu og myndar sjálfstæða eyju.
Grænlendingar sem eru nú sjálfstæð þjóð telja sig eiga tilkall til olíulindanna og eru óðum að byggja upp herafla.
Ísland ákveður að styðja við Vestfirðinga í baráttunni við Grænlendinga þrátt fyrir stirð samskipti undanfarinna ára.
Óþelló er orðinn þjóðhetja eftir að hafa stýrt herliði Íslendinga til sigurs í þeirra fyrsta stríði. Hann var skipaður Herstjóri eftir það.

Thursday, September 11, 2008

Monday, August 18, 2008

Hvað er Parkour?


Parkour lýtur sömu lögmálum og jaðarsportin bmx og hjólabretti gera; að gera sitt nánasta umhverfi að leikvelli sínum. Þetta er skemmtileg stefna og nýtt innlegg í borgarmenninguna. Þetta snýst um frelsi. Að gera það sem maður vill, fara þangað sem maður vill, vera sá sem maður er.

Saturday, August 16, 2008

Parkour


Í dag frá kl.13:00 - 15:00 verða prufur fyrir leikara í Neskirkju, sérinngangur í kjallara. Textablöð á staðnum.

Parkour prufur verða á leikvelli Melaskóla kl.15:00
Mætið og takið þátt í 'session'.

Neskirkjan og Melaskóli standa við hringtorgið stóra hjá Háskólabíói í 107 Reykjavík.

Sunday, August 10, 2008

Óþelló Parkour 2008



Æfingar hefjast 1. október og áætluð frumsýning er 4. nóvember.

Sýningin mun ferðast til allra framhaldsskólanna á landinu.

Verið velkomin aftur á síðuna okkar og fylgist með gangi mála.

Kær kveðja,

leikhópurinn.