Monday, October 20, 2008

FORSAGAN


Búið er að byggja upp her á Íslandi til að verja olíu- og vatnsauðlindir landsins.
Vestfirðir eru nú sjálfstætt land og sóttust eftir því þegar olía fannst á Grænlandssundi. Olíufundinum héldu þeir leyndum þar til sjálfstæðið gekk í gegn. Vestfjarðar hlutinn hefur verið sprengdur frá landinu og myndar sjálfstæða eyju.
Grænlendingar sem eru nú sjálfstæð þjóð telja sig eiga tilkall til olíulindanna og eru óðum að byggja upp herafla.
Ísland ákveður að styðja við Vestfirðinga í baráttunni við Grænlendinga þrátt fyrir stirð samskipti undanfarinna ára.
Óþelló er orðinn þjóðhetja eftir að hafa stýrt herliði Íslendinga til sigurs í þeirra fyrsta stríði. Hann var skipaður Herstjóri eftir það.

No comments: