
Parkour lýtur sömu lögmálum og jaðarsportin bmx og hjólabretti gera; að gera sitt nánasta umhverfi að leikvelli sínum. Þetta er skemmtileg stefna og nýtt innlegg í borgarmenninguna. Þetta snýst um frelsi. Að gera það sem maður vill, fara þangað sem maður vill, vera sá sem maður er.